Dregið í Vefsíðu-happdrætti

Nú í morgunsárið var dregið í vefsíðu-happdrætti janúarmánaðar og kom nafnið Marínó Njálsson uppúr pottinum, en hann keypti sér heyrnartól um miðjan mánuð.

Marínó er búinn að fá tölvupóst frá okkur með hamingjuóskum og getur valið um að fá heyrnartólin endurgreidd eða gjafabréf/inneign fyrir sömu upphæð.

Fylgist svo vel með í mars, en þá verðum við með annað happdrætti sem gengur út á að merkja myndir sínar á samfélagsmiðlum með #réttuverkfærin og #fossberg til að eiga möguleika á glæsilegum vinningum.