Pulspartý Bahco og tilboð mánaðarins

Alla föstudaga í júlí býður Fossberg uppá pulsupartý í hádeginu á föstudögum.
Við nældum okkur í þetta fína Bahco grill og verðum að nota það eitthvað.

Þannig að á hverjum föstudegi í júlí grillum við helling af pulsum (pylsur í boði fyrir þá sem vilja það heldur).

og á sama tíma nýtum við að sjálfsögðu tækifærið og bendum fólki á tilboðsblað júlímánaðar sem eru einmitt glæsileg sett og ýmislegt fleira frá Bahco.

Smelltu hér að neðan til að skoða tilboðin og sjá hvort þú vilt ekki koma í pulsupartý til okkar.