Tilboð marsmánaðar

Fyrstu viku marsmánaðar kemur út tilboðsblað sem sérstaklega var sett saman með Verk og vit í huga, en þeirri sýningu hefur nú verið frestað fram í október.

Blaðið er engu að síður komið út og verður dreift með Fréttablaðinu í næstu viku.

Forsíuna prýða nokkrar vel valdar vélar frá Metabo ásamt Ryðfríu deildinni bæði í snúru og rafhlöðuvélum.

Á fyrstu opnu er svo landsliðið í vinnuvettlingum, flokkað niður eftir því í hvaða stöðu hver er bestur. Minnum á að Tegera vinnuvettlingar taka 10% afslátt í búnti og 20% í kassavís.

Síða 4 er svo seinasti dans ljósaáherslunnar fyrir vorið ásamt sérstöku sýningartilboði (hættum ekkert við tilboðið þótt sýningu sé frestað).

Á síðu 5 má svo sjá brot af því besta sem við höfum að bjóða í slípivörum, en þar kemurðu sjaldan að tómum kofanum, enda mikið úrval vandaðra vandaðra skurðar- og slípivara fáanlegt í Fossberg.

Því næst fáum við blaðsíðu með því vinsælasta í loftverkfærum og viljum þar til dæmis benda sérstaklega á góðar og ódýrar hefti og naglabyssur ásamt úrvali af nöglum og heftum.

Á síðu 7 kynnum við svo til leiks MAFELL trésmíðavélar en þær voru einmitt sérstaklega teknar inn í tilefni Verk og vit.

Þar minnumst við líka aftur á NEMO GRABO sem höfum nýlega kynnt til leiks sem einhverja mest spennandi nýjun á markaðnum í langan tíma. Ef þú hefur ekki kynnt þér NEMO GRABO þá ertu að missa af lestinni.

  • NEMO GRABO lyftir nánast hverju sem er og allt að 170kg.
  • Gler, plast, málmar, flísar, og annað sem er með slétt yfirborð tekur tækið auðveldlega
  • Grjót, timbur, steypa, gips og annað sem er með hrjúft yfirborð eða er mjög gljúpt er litið mál nema þá er sogmótorinn hafður í gangi meðan lyft er.
  • Þrýstimælir sýnir raunþrýsting þannig alltaf er hægt að fylgjast með að gripið sé nægt.

Á baksíðunni höfum við svo enn eina áminninguna um Pick+Mix frá MEtabo og afhverju þú ættir að skella þér í græna liðið. Rafhlöðuloftpressa, 76mm slípirokkur og 2 1/2″ bandsög eru bara hluti af því sem gerir 18V línuna frá Metabo einstaklega skemmtilega .

Skoðaðu úrvalið af skrúfbitum hér í vefverslun