Tilboðsblað aprílmánaðar

Til að halda Covid faraldrinum í skefjum tileinkum við aðra síðu tilboðsblaðs mánaðarins til varna og forvarna þess vegna.

Þar má finna meðal annars Handspritt, sjúkrahússpritt og Sítrónuhreinsir sem er snilld til að þrífa posa, handföng, afgreiðlsuborð og annað sem líklegt er að margir snerti yfir daginn.

Þar eru einnig rykgrímur, andlitshlífar, gleraugu og hanskar til að minnka líkur á dropasmiti og minna okkur á að vera ekki með hendurnar of mikið í andlitinu.

Á baksíðu blaðsins er þó ýmislegt skemmtilegra en þar má finna Segulborvélar og úrval kjarnabora í þær ásamt tveimur bútsögum, svona rétt til að gefa smjörþef af úrvalinu til vorverkanna ásamt Brunndælu svo ekki sé minnst á Tvennutilboð á pinnasuðuvél og hjálm.

Sitt lítið af ýmsu í tilboðsblaði aprílmánaðar sem má skoða með því að smella hér