Tilboðsblað janúar 2020

Í gær kom út fyrsta tilboðsblaðið okkar á þessu ári og þar er ýmislegt skemmtilegt.

Forsíðuna prýða loftpressur, trommlur, slöngur og ýmsir fylgihlutir þeirra að ofanverðu.

Á neðri helming síðunnar má sjá nýjasta ljósið frá Scangrip, NOVA MINI, það er svo nýtt að það kemur ekki opinberlega í sölu fyrr en um miðjan mánuðin. Þetta ljós er eitt það alskemmtilegasta sem Scangrip hafa gert. NOVA MINI verður sennilega bara kalla NOVA í lófa hjá okkur enda 1.000 lumen kastari sem passar í lófann á meðalmanneskju. Á síðunni er einnig TOP5 vinsælustu ljósin okkar 2019.

Síða 2 er klassíska „hobby-síðan“ en tréskurður er alltaf vinsælt hobby og byrja margir á því á nýju ári. Þarna er að finna vandaðar sagir, slípivélar og rennibekki fyrir áhaugamenn og atvinnumenn í faginu.

Síða 3 geymir sandblásturskassa sem verða æ vinsælli ásamt hlupaköttum, talíum og bitaklemmum, en hjá Fossberg fæst talsvert úrval af slíku dóti.

Neðst á síðu 3 má svo sjá þrjár spennandi nýjungar

NEMO GRABO lyftir nánast hverju sem er og allt að 170kg. Gler, plast, grjót, flísar, timbur, steypa, málmar, gips og margt fleira sem er með sæmilega slétt yfirborð. Ef flöturinn er gljúpur, t.d. grjót og timbur, þá er sogmótorinn hafður í gangi meðan lyft er. Þrýstimælir sýnir raunþrýsting þannig alltaf er hægt að fylgjast með að gripið sé nægt.

ISOtunes ætti að vera flestum kunnugt orðið, en hér er komið algerlega þráðlaus útgáfa í hleðsluöskju. Hægt er að nota annan tappan í einu en 7klst hleðsla er í hvorum tappa og 14klst til viðbótar með því að geyma í hulstrinu.

Flestir málmsmiðir og lærlingar í faginu hafa þurft að slípa enda af snitttein, bolta eða öxli til að koma hlutum saman án þess að skemma eitthvað. Og flestir sem þetta hafa gert ættu að átta sig á hættunni við að slípiskífan brotni við aðgerðina. Með UNI reamer boltayddaranum er þetta ekki lengur vandamál. Smellir bara 1/4″ leggnum í næstu borvél og yddar endann á teininum, öxlinum, rörinu eða flestu plasti, járni eða timbri sem þarf að snyrta endan á. Passaðu bara hraðann, yddarinn kærir sig illa um að snúast hraðar en 400 snúninga á mínútu

Á baksíðunni er svo lögð áhersla á PORTABAND EASY-CUT bandsagarblöð frá Bahco, en þau blöð eru sérhönnuð fyrir rafhlöðu-bandsagir og duga einstaklega vel á nánast allt efni frá 1-20m þykku. Til á lager í helstu stærðum fyrir allar vinsælustu bandsagirnar.

Ekkí má þó gleyma því að minnast á TEGERA hanska sem eru alltaf jafn vinsælir enda löngu búnnir að sanna sig sem einir bestu hanskar sem völ er á á markaðnum.

Að lokum viljum við minna á nýju fínu heimasíðuna okkar og bjóða öllum sem kaupa í gegnum síðuna að taka þátt í happdrætti, en 3 heppnir sem versla á síðunni í janúar fá kaupin endurgreidd

Þátttökuskilyrði:

  • Versla á síðunni einhvertíman frá 1-31 janúar
  • Skrá símanúmer eða netfang með pöntuninni

Smáa letrið

  • Aðeins einn þátttökumiði á mann
  • óháð greiðslumáta eða afhendingarleið
  • Hægt að velja um endurgreiðslu eða inneign
  • Dregið 3.febrúar, þá verður vara að vera greidd hvort sem hún hefur verið sótt eða ekki

Skoðaðu úrvalið af skrúfbitum hér í vefverslun