Tilboðsblað nóvembermánaðar

Á mánudaginn kom út nóvember tilboðsblaðið okkar með nokkrum vel völdum vetrar-tilboðum og úrvali bor- og snittverkfæra.

Sölumenn okkar verða með eintök á ferðinni ásamt því að blaðið er fáanlegt hjá okkur í Dugguvoginum. Svo er það nátturlega líka aðgengilegt á stafrænu formi með því að SMELLA HÉR

Þar er á forsíðunni sýnishorn af því helsta sem bjóðum í bor- og snittverkfærum, en úrvalið er hiklaust eitt það besta á landinu. Þar er einnig að finna nokkur sett sem eru á tilboði þennan mánuðinn.

Til dæmis er þar að finna RUnaTEC úrsnarara (eða undirsinkara ef þér líður betur með það orð). Þessi úrsnararar eru tvímælalaust með þvi besta sem þú hefur sé í slíkum græjum og það sem gerir þá svona frábæra er..

  • 3-Flata leggur sem tryggir það að úrsnararinn snúist ekki í patrónunni
  • Hámörkuð slípun, sem þýðir að yfirborðið er sérhannað til að tryggja hljóláta slípun
  • Ruko Nano Technology húðun sem tryggir minna viðnám og minni hitamyndun.
  • Byltingarkennd hönnun spónraufar. Bæði skurðargráða og breidd spónraufar hafa verið hönnuð til að hámarka spóntöku og frákast.

Ekki má þó gleyma hefðbundnum borum og snitttöppum sem við eigum í ýmiskonar settum eða í stöku í alskonar mismunandi gerðum.

Á bakhliðinni er svo vetrarúrvalið af hönskum ásamt Hi-Viz húfunum með innbyggðum bluetooth hátalara og ennisljósi sem eru loksins að koma í hús.

EN, flottasta tilboðið í þessu blaði er þó 3-fyrir-2 tilboð á öllum Scangrip ljósum í nóvember.

Smelltu hér til að sjá úrvalið af ljósum

Til að skoða blaðið í heild sinni er hægt að smella hér TILBOÐSBLAÐ Nóvember 2019